Listvinafélagið í Reykjavík, sem í ár fagnar 40 ára afmæli sínu, stendur fyrir heildarlestri Passíusálmanna í Hörpuhorni Hörpu á föstudaginn langa klukkan 12 til 17.

Listvinafélagið í Reykjavík, sem í ár fagnar 40 ára afmæli sínu, stendur fyrir heildarlestri Passíusálmanna í Hörpuhorni Hörpu á föstudaginn langa klukkan 12 til 17. Félagið skipulagði Passíusálmalesturinn í Hallgrímskirkju í Reykjavík um 30 ára skeið en Passíusálmarnir eru höfuðverk séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og meðal merkustu bókmenntaverka Íslendinga.

Lesari í Hörpu er Halldór Hauksson og félagar úr Mótettukórnum og kammerkórnum Schola cantorum syngja milli lestranna undir stjórn Harðar Áskelssonar. Gestir geta komið og farið að vild og tónlistaratriði verða nokkrum sinnum milli lestra yfir daginn.