Eyjar Arnar Daði Arnarsson á hliðarlínunni í leiknum við ÍBV.
Eyjar Arnar Daði Arnarsson á hliðarlínunni í leiknum við ÍBV. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, verður í banni í þremur fyrstu leikjum liðsins á næsta keppnistímabili. Aganefnd HSÍ úrskurðaði hann í bannið fyrir ummæli í garð dómara í viðtali við mbl.
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, verður í banni í þremur fyrstu leikjum liðsins á næsta keppnistímabili. Aganefnd HSÍ úrskurðaði hann í bannið fyrir ummæli í garð dómara í viðtali við mbl.is eftir leik Gróttu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á dögunum. Arnar sagði þá m.a. að Gróttumenn hefðu verið flautaðir út úr deildinni en þeir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Arnar skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Gróttu.