* Höskuldur Gunnlaugsson , fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks, hefur samið á ný við Kópavogsfélagið til þriggja ára. Höskuldur hefur ávallt leikið með Blikum nema þegar hann lék um skeið með Halmstad í Svíþjóð.

* Höskuldur Gunnlaugsson , fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks, hefur samið á ný við Kópavogsfélagið til þriggja ára. Höskuldur hefur ávallt leikið með Blikum nema þegar hann lék um skeið með Halmstad í Svíþjóð. Höskuldur er 27 ára og hefur skorað 25 mörk í 128 leikjum með Breiðabliki í úrvalsdeildinni.

* Soffía Steingrímsdóttir , markvörður úr 1. deildar liði Gróttu í handknattleik, hefur samið við Fram til tveggja ára. Hún á eftir að leika með Gróttu í umspili í vor en gengur til liðs við Fram í sumar.

*Víkingar tilkynntu í gær að þeir hefðu samið við fjóra af Íslands- og bikarmeisturum sínum í fótbolta. Pablo Punyed, Ingvar Jónsson og Loga Tómasson til 2025 og Halldór Smára Sigurðsson út tímabilið 2023. Þá hefur Sölvi Geir Ottesen verið ráðinn aðstoðarþjálfari til loka 2023.

*Hamar vann Vestra 3:0 í fyrsta undanúrslitaleik liðanna á Íslandsmóti karla í blaki í gærkvöld. HK lagði Aftureldingu að velli í Digranesi eftir oddahrinu, 3:2.