„Hér er vor í lofti og trén farin að laufgast. Auðvitað er alveg frábært að nú sé aftur hægt að skreppa til útlanda eftir tveggja ára stopp,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.

„Hér er vor í lofti og trén farin að laufgast. Auðvitað er alveg frábært að nú sé aftur hægt að skreppa til útlanda eftir tveggja ára stopp,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við dóttir mín, Yrsa, sem er þriggja ára mættum komum hingað til Berlínar á þriðjudaginn og erum hér í Paukow-hverfinu. Foreldrar mínir, þau Bolli Héðinsson og Ásta Thoroddsen, hafa verið sér síðan í febrúar og okkur mæðgunum finnst frábært að hitta þau aftur. Næstu dagar eru í sjálfu sér ekkert skipulagðir, nema hvað við dóttirin eigum væntanlega eftir að fara margar ferðir á róluvellina hér í nágrenninu. Til þess er líka veðrið; hér í Berlín eru nú þægilegt peysuveður og hitinn er í kringum 15°.“

Páskanir eru kærkomið frí, segir Brynhildur og einstakt tækifæri til að setja tilveruna í annan gír í fáeina daga.

„Mér finnst aldrei koma til greina að vinna á föstudaginn langa, heldur á að nota daginn til að íhuga tilveruna eða lesa bækur. Hingað út tók ég með mér Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason, frábæra bók sem ég er langt komin með. Fyrri bók Hallgríms í þessari seríu var Sextíu kíló af sólskini en þessi nýja er ekkert síðri. Að vera með sínu besta fólki og hafa góðar bækur til lesa er uppskrift að góðum páskum,“ segir Brynhildur.