Flugvöllurinn Grunnurinn er kominn og byrjað verður að reisa flugskýlið í næsta mánuði ef áætlanir ganga eftir.
Flugvöllurinn Grunnurinn er kominn og byrjað verður að reisa flugskýlið í næsta mánuði ef áætlanir ganga eftir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinna við nýtt flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli er nokkurn veginn á áætlun, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa. Vonir standa til að skýlið verði tilbúið áður en vetur gengur í garð.

Vinna við nýtt flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli er nokkurn veginn á áætlun, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa. Vonir standa til að skýlið verði tilbúið áður en vetur gengur í garð.

Verktakarnir sem koma að byggingu flugskýlisins eru nokkrir; Karina sá um jarðvegsvinnu, Nýbyggð ehf. annaðist sökklana og Límtré hefur veg og vanda af flugskýlinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við að reisa flugskýlið í maí, segir Ásgeir. Það mun rísa sunnan við núverandi flugskýli og verður 2.822 fermetrar.

Margir áratugir eru síðan nýtt og stórt flugskýli var síðast byggt á Reykjavíkurflugvelli. Mikil nauðsyn var á því fyrir Landhelgisgæsluna að fá nýtt skýli því það gamla rúmar ekki öll loftför Gæslunnar, þrjár þyrlur og flugvél. Þá er aðstaða starfsmanna í dag ófullnægjandi. Ríkisfyrirtækið Öryggisfjarskipti ehf. byggir flugskýlið fyrir Gæsluna. sisi@mbl.is