Ásdís Halla Bragadóttir
Ásdís Halla Bragadóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, -iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, -iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu.

Ásdís Halla lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla árið 2000 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2008. Árið 1990 lauk hún BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Setti ráðherrann Ásdísi tímabundið í embættið skömmu eftir stofnun þess í janúar en umboðsmaður Alþingis taldi það ekki lögum samkvæmt og skilaði áliti þess efnis í mars.

Hæfisnefnd mat tvo umsækjendur hæfasta til þess að gegna embætti ráðherra og boðaði ráðherra viðkomandi í viðtal og var það mat ráðherra að Ásdís væri hæfust umsækjenda til að taka við embættinu.