Hljómturninn
Hljómturninn
Söluturninn á Lækjartorgi var auglýstur til leigu nýlega og hefur borgin tekið tilboði Guðfinns Sölva Karlssonar. Í turninum verða seldar plötur og hann verður líka upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist.

Söluturninn á Lækjartorgi var auglýstur til leigu nýlega og hefur borgin tekið tilboði Guðfinns Sölva Karlssonar. Í turninum verða seldar plötur og hann verður líka upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist. Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta komið við, kynnt sér og keypt íslenska tónlist, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Leigutaki ætlar að auka lýsingu í turninum og hann verður málaður að nýju. Hugmyndin er að ljós verði kveikt allan sólarhringinn þannig að sjáist inn um gluggana á öllum tímum dagsins, allan ársins hring.

Söluturninn á Lækjartorgi var reistur árið 1907 en tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin turninn og árið 2010 fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. sisi@mbl.is