Úrslit Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 15 stig fyrir Álftanes.
Úrslit Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 15 stig fyrir Álftanes. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álftanes leikur við Hött frá Egilsstöðum í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Sindra, 80:77, í oddaleik liðanna á Hornafirði í gærkvöld.
Álftanes leikur við Hött frá Egilsstöðum í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Sindra, 80:77, í oddaleik liðanna á Hornafirði í gærkvöld. Liðin höfðu unnið sína tvo heimaleikina hvort í einvíginu en Álftnesingar voru sterkari á lokakaflanum í gærkvöld og sækja nú Hött heim í fyrsta úrslitaleiknum á laugardaginn. Friðrik Anton Jónsson skoraði 21 stig fyrir Álftanes og Eysteinn Bjarni Ævarsson 15 en Ismael Herrero skoraði 20 stig fyrir Hornfirðinga.