Allir 50 Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar verða lesnir upp í Seltjarnarneskirkju á morgun, föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 18. Lestur Passíusálmanna þennan dag er orðinn hefð í kirkjunni.

Allir 50 Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar verða lesnir upp í Seltjarnarneskirkju á morgun, föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 18. Lestur Passíusálmanna þennan dag er orðinn hefð í kirkjunni.

Hópur Seltirninga á ýmsum aldri annast lesturinn. Á milli lestra flytja þeir Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar og Örnólfur Kristjánsson sellóleikari tónlist á trúarlegum nótum.

Allir eru velkomnir í kirkjuna til að hlýða á lesturinn og tónlistina, lengur eða skemur eftir aðstæðum. Sumir hafa á liðnum árum kosið að taka Passíusálmana með sér til að geta enn þá betur fylgst með textanum, samkvæmt tilkynningu frá sóknarnefnd og Listvinafélagi Seltjarnarneskirkju. gudni@mbl.is