Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem gagnrýnt hefur sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og við hana má vissulega gera athugasemdir.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem gagnrýnt hefur sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og við hana má vissulega gera athugasemdir. Ýmsum þykir þó að Kristrún sé ekki endilega best til þess fallin að gagnrýna einmitt þetta.

Björn Bjarnason skrifar: „Kristrún Frostadóttir stefnir að formennsku í Samfylkingunni. Fyrir kosningar 25. september 2021 var hún þráspurð um viðskipti sín með bréf í Kviku-banka þar sem hún starfaði. Hún vildi engu svara fyrir kosningar en að þeim loknum fékk hún drottningarviðtal í Silfrinu.“

Björn heldur áfram og segir að í Viðskiptablaðinu hafi viðskiptum Kristrúnar verið lýst á þennan hátt:

„Hún fékk að kaupa áskrift að kaupum á 10 milljónum hluta í bankanum á ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnum dagsetningum gegn hóflegri greiðslu. Myndi þróun á gengi bréfa bankans verða hagfelld – eins og raunin varð – gætu þessi áskriftarréttindi skapað gríðarlega mikinn hagnað eins og kom á daginn: Þrjár milljónir króna urðu að áttatíu.“

Nú býsnast Kristrún mjög yfir skjótfengnum gróða þeirra sem keyptu bréf í Íslandsbanka 22. mars og segir á visir.is 12. apríl að stór hópur þeirra rúmlega 200 sem keyptu bréfin hafi „komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða“ og sé ávöxtun þeirra „ævintýraleg“. Fyrir Kristrúnu sem breytti þremur milljónum í áttatíu með hlutabréfaviðskiptum er þarna mjög sterkt að orði kveðið um gróða annarra af slíkum viðskiptum,“ skrifar Björn.