Gunnar Úlfarsson og Erna Björg Sverrisdóttir eru gestir Dagmála.
Gunnar Úlfarsson og Erna Björg Sverrisdóttir eru gestir Dagmála. — Morgunblaðið/Hallur Már
Þó að ferðaþjónustan verði áfram stór og mikilvæg atvinnugrein, samhliða sjávarútvegi og álframleiðslu, þá mun hún að öllum líkindum ekki vera jafn mikilvæg fyrir hagkerfið og hún var á árunum 2017-2018.

Þó að ferðaþjónustan verði áfram stór og mikilvæg atvinnugrein, samhliða sjávarútvegi og álframleiðslu, þá mun hún að öllum líkindum ekki vera jafn mikilvæg fyrir hagkerfið og hún var á árunum 2017-2018.

Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í nýjum þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Í þættinum ræða hún og Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, um stöðuna og horfur í hagkerfinu.

Einn þriðji af útflutningi þjóðarbúsins eru greinar sem ekki falla undir þrjár fyrrnefndar atvinnugreinar, til að mynda hugverkaiðnaður og lyfjaframleiðsla. Flestar þessara greina koma vel undan Covid-faraldrinum og munu skapa aukna hagsæld hér á landi til lengri tíma. Aðspurð segja þau að fleiri stoðir atvinnulífsins verði ekki til þess að flækja stöðu hagkerfisins.