Íslandsmet Anton Sveinn McKee gerði það gott á mótinu á Spáni.
Íslandsmet Anton Sveinn McKee gerði það gott á mótinu á Spáni. — Ljósmynd/Simone Castrovillari
Anton Sveinn McKee sló í gær Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi karla þegar hann sigraði í greininni á spænska meistaramótinu á Torremolinos.
Anton Sveinn McKee sló í gær Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi karla þegar hann sigraði í greininni á spænska meistaramótinu á Torremolinos. Anton synti á 2:10,02 mínútum en fyrra met hans var sjö ára gamalt, 2:10,21 mínúta, en það setti hann á heimsmeistaramótinu í Kazan árið 2015. Hann vann einnig 100 metra bringusund á mótinu á laugardaginn og er því greinilega kominn í gott form fyrir næsta stóra verkefni sem er heimsmeistaramótið en það hefst í Búdapest 18. júní.