Stjórnandinn Eyþór Ingi Jónsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kammerkórnum Hymnodiu á tónleikum.
Stjórnandinn Eyþór Ingi Jónsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kammerkórnum Hymnodiu á tónleikum. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi í dag, skírdag, og hefjast kl. 16.

Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi í dag, skírdag, og hefjast kl. 16. Flutt verður Gloria eftir Vivaldi og fjölbreytt dagskrá hátíðlegra barokkverka eftir Antoni Lotti, Antonio Vivaldi og Guiseppe Torelli.

Hljómsveitarstjóri er Eyþór Ingi Jónsson og einsöngvarar Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Einleikari á trompet er Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Auk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands tekur Kammerkórinn Hymnodia þátt í þessum tónleikum.