Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar sl. hafa samtals 747 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd á Íslandi. Síðustu sjö daga hefur 121 sótt hér um vernd eða í kringum 17 einstaklingar að meðaltali á dag.

Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar sl. hafa samtals 747 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd á Íslandi. Síðustu sjö daga hefur 121 sótt hér um vernd eða í kringum 17 einstaklingar að meðaltali á dag.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra, sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast. Einnig segir í skýrslunni að 217 þúsund rússneskir ríkisborgarar hafi farið frá Rússlandi frá því stríðið hófst, flestir til Finnlands og Eistlands.

Þá segir að mál hafi komið upp á Norðurlöndunum um mansal úkraínskra ríkisborgara, sér í lagi þegar kemur að vændisstarfsemi.