— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðamenn eru byrjaðir að streyma aftur til landsins. Morgunblaðið náði tali af Hollendingnum Menno Laumans sem er staddur hér á landi með tólf fyrrverandi skólafélögum sínum en félagarnir stunduðu nám við háskóla í Rotterdam fyrir 35 árum.
Ferðamenn eru byrjaðir að streyma aftur til landsins. Morgunblaðið náði tali af Hollendingnum Menno Laumans sem er staddur hér á landi með tólf fyrrverandi skólafélögum sínum en félagarnir stunduðu nám við háskóla í Rotterdam fyrir 35 árum. Þeir eru hér í vikulangri ferð og segja ferðina hingað til hafa verið ljómandi góða. Félagarnir hafa meðal annars farið í jöklagöngu, snorklað, heimsótt fossa og íshelli, farið í bátsferð um Jökulsárlón og í þyrluflug. Menno segir þyrluflugið með Norðurflugi standa upp úr. Hann segir það einstaklega skemmtilegt að hafa fengið að stoppa á svæðinu við Fagradalsfjall og skoða hraunið í nálægð. Það sé engu líkt.