Drjúgur Timothy Guers var í stóru hlutverki hjá Hetti í gærkvöld.
Drjúgur Timothy Guers var í stóru hlutverki hjá Hetti í gærkvöld. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik blasir við Hattarmönnum frá Egilsstöðum eftir að þeir sigruðu Álftanes í annað sinn í úrslitaeinvígi umspilsins á Álftanesi í gærkvöld, 94:85.

Sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik blasir við Hattarmönnum frá Egilsstöðum eftir að þeir sigruðu Álftanes í annað sinn í úrslitaeinvígi umspilsins á Álftanesi í gærkvöld, 94:85. Staðan er 2:0, Hattarmönnum í hag, og þeir geta gert út um einvígið á heimavelli sínum á Egilsstöðum á föstudagskvöldið. Timothy Guers skoraði 21 stig fyrir Hött og tók 10 fráköst. Matej Karlovic skoraði 16 stig.

Sinisa Bilic var atkvæðamestur Álftnesinga með 24 stig. Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 18.