Sigríður Rakel Ólafsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Askja er umboðsaðili á Íslandi fyrr Mercedes-Benz, Kia og Honda. Hún kemur til Öskju frá Ölgerðinni og hefur undanfarin ár starfað þar sem vörumerkjastjóri þar sem hún bar m.a. ábyrgð á vörumerkjum PepsiCo í gosi og snakki.
Hún starfaði einnig um árabil sem markaðsstjóri Cintamani og áður vörumerkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni. Sigríður er með B.Sc.-gráðu frá Háskóla Íslands í sálfræði og stundaði einnig M.sc.-nám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við sama skóla, að því er segir í tilkynningu frá Öskju.