EM Sara Björk Gunnarsdóttir sendi mótshöldurum tóninn í viðtali.
EM Sara Björk Gunnarsdóttir sendi mótshöldurum tóninn í viðtali. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Ummæli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðskonu í knattspyrnu í hlaðvarpsþætti sænska netmiðilsins Fotbollskanalen hafa vakið athygli víða um Evrópu.
Ummæli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðskonu í knattspyrnu í hlaðvarpsþætti sænska netmiðilsins Fotbollskanalen hafa vakið athygli víða um Evrópu. Hún sagði að það væri vandræðalegt að tveir leikir Íslands í lokakeppni EM á Englandi í sumar, gegn Belgíu og Ítalíu, eigi að fara fram á akademíuvelli Manchester City en ekki stærri velli. Völlurinn tekur aðeins 4.700 áhorfendur og er löngu uppselt á báða leikina. „Þetta er virðingarleysi í garð kvennaknattspyrnu,“ sagði Sara Björk.