Dagmál Helga Árnadóttir og Haukur B. Sigmarsson ræða um fágætisferðaþjónustu.
Dagmál Helga Árnadóttir og Haukur B. Sigmarsson ræða um fágætisferðaþjónustu.
Ísland hefur allt sem til þarf til að standa undir þeim kröfum sem betur borgandi ferðamenn gera. Með tilkomu lúxushótela í Reykjavík og annars staðar á landinu verður Ísland enn eftirsóttari áfangastaður.

Ísland hefur allt sem til þarf til að standa undir þeim kröfum sem betur borgandi ferðamenn gera. Með tilkomu lúxushótela í Reykjavík og annars staðar á landinu verður Ísland enn eftirsóttari áfangastaður.

Þetta segja þau Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, og Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, í nýjum þætti Dagmála þar sem rætt er um mikilvægi fágætisferðaþjónustu hér á landi. Þá er rætt um hvaða efnahagslegu þýðingu það hefur að fá til landsins fleiri betur borgandi ferðamenn.

Þessi uppbyggingin kallar á miklar fjárfestingar, bæði í innviðum og eins í starfsmannamálum þar sem áhersla er lögð á þekkingu og reynslu. Hár launakostnaður á Íslandi hefur áhrif á uppbygginguna en ef kröfum ferðamann er mætt eru þeir tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu sem veitt er enda verðteygni þeirra meiri en annarra.