Fögnuður Jordan Henderson fagnar fyrra marki Liverpool í gær en fyrirliðinn átti stóran þátt í markinu, sem skráist þó sem sjálfsmark.
Fögnuður Jordan Henderson fagnar fyrra marki Liverpool í gær en fyrirliðinn átti stóran þátt í markinu, sem skráist þó sem sjálfsmark. — AFP
Enska liðið Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Villarreal frá Spáni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi.

Enska liðið Liverpool er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Villarreal frá Spáni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi. Liverpool var með töluverða yfirburði og fór Villarreal lítið yfir miðju, sérstaklega í seinni hálfleik.

Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri ef heimamenn hefðu nýtt færin sín betur. Sadio Mané fékk langbesta færi fyrri hálfleiksins en hann hitti ekki markið með skalla úr markteig á 12. mínútu.

Liverpool nýtti færin betur í seinni hálfleik og sjálfsmark frá Pervis Estupinán á 53. mínútu og fín afgreiðsla hjá Sadio Mané tveimur mínútum síðar nægðu til að vinna öruggan sigur.

Seinni leikurinn fer fram í Villarreal á þriðjudag í næstu viku. Sigurliðið úr einvíginu mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madríd í úrslitaleik á Stade de France í París 28. maí næstkomandi.