Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) efnir í dag til afmælisráðstefnu í tilefni af 25 ára afmæli Veiðikortakerfisins. Ráðstefnunni var frestað vegna heimsfaraldursins þar til nú. Hún verður haldin í Veröld Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 frá klukkan 17.00 til 21.

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) efnir í dag til afmælisráðstefnu í tilefni af 25 ára afmæli Veiðikortakerfisins. Ráðstefnunni var frestað vegna heimsfaraldursins þar til nú. Hún verður haldin í Veröld Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 frá klukkan 17.00 til 21.00.

Ráðherra ávarpar ráðstefnugesti. Flutt verður sögulegt yfirlit um Veiðikortasjóð og sérfræðingar fjalla um helstu veiðistofna eins og rjúpuna, stjórnunar- og verndaráætlanir, refi, svartfugla, hreindýr og gæsir.

Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Bein útsending frá ráðstefnunni verður á Facebook-síðu SKOTVÍS fyrir þá sem ekki komast á staðinn. gudni@mbl.is