Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík heldur sýningu í dag kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Nefnist hún Teboðið og inniheldur atriði úr ýmsum óperum og söngleikjum og eru flytjendur nemendur Söngskólans í Reykjavík á framhalds- og háskólastigi.
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík heldur sýningu í dag kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Nefnist hún Teboðið og inniheldur atriði úr ýmsum óperum og söngleikjum og eru flytjendur nemendur Söngskólans í Reykjavík á framhalds- og háskólastigi. Leikstjóri sýningarinnar er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og tónlistarstjóri og píanóleikari Hrönn Þráinsdóttir. Sögusvið sýningarinnar er barnaherbergi hjá Yum-Yum, Peep-Bo og Pitti-Sing sem drekka te með nokkrum brúðum sínum. Meðal gesta sem mæta í boðið eru Sophie og Octavian úr Rósariddaranum og Porgy og Bess úr samnefndri óperu Gershwins.