Í ham Einleikari kvöldsins, Kian Soltani.
Í ham Einleikari kvöldsins, Kian Soltani.
Auturríski sellóleikarinn Kian Soltani er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og flytur hann sellókonsert Roberts Schumanns. Á tónleikunum hljómar einnig Sinfónía nr. 9 eftir Franz Schubert.

Auturríski sellóleikarinn Kian Soltani er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og flytur hann sellókonsert Roberts Schumanns. Á tónleikunum hljómar einnig Sinfónía nr. 9 eftir Franz Schubert. Tónsprotanum sveiflar Eva Ollikainen.

Soltani vakti fyrst athygli tónlistarheimsins þegar hann vann árið 2013 fyrstu verðlaun í Paulo-sellókeppninni í Helsinki. Og gagnrýnendur hafa síðan borið mikið lof á leik hans og túlkun. „Hrein fullkomnun“ hefur rýnir tímaritsins Gramophone til að mynda skrifað um túlkun hans. Síðustu ár hefur ferli hans verið líkt við sigurgöngu og hefur hann til að mynda haldið tónleika í Carnegie Hall í New York og er kominn með útgáfusamning við Deutsche Grammophon. Konsert Schumanns er ljóðrænn og tilfinningaríkur en tónskáldið samdi hann undir lok ævinnar.

Létt og lagræn sinfónía Schuberts var aldrei flutt meðan hann lifði en er rómuð í dag.