Bangsaspítalinn Jafnan eftirsótt að koma með bangsa til skoðunar.
Bangsaspítalinn Jafnan eftirsótt að koma með bangsa til skoðunar. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Lýðheilsufélag læknanema opnar Bangsaspítalann nk. laugardag, 30. apríl, frá kl. 10-16. Verður spítalinn á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu; í Efstaleiti, á Höfða og Sólvangi.

Lýðheilsufélag læknanema opnar Bangsaspítalann nk. laugardag, 30. apríl, frá kl. 10-16. Verður spítalinn á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu; í Efstaleiti, á Höfða og Sólvangi.

Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með veika eða slasaða bangsa.

Tilgangur verkefnisins er tvíþættur, annars vegar að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og hins vegar að gefa læknanemum á yngri árum tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur.

Heimsóknin fer þannig fram að hvert barn kemur með sinn eigin bangsa. Þegar á heilsugæsluna er komið fær barnið að innrita bangsann og að því loknu kemur bangsalæknir og vísar barninu inn á læknastofu þar sem læknirinn skoðar bangsann og veitir honum þá aðhlynningu sem hann þarf á að halda, að því er fram kemur í tilkynningu Lýðheilsufélagsins.