Lilja María Ásmundsdóttir
Lilja María Ásmundsdóttir
Internal Human er heiti myndbandsinnsetningar eftir dansarann Inês Zinho Pinheiro og tónskáldið Lilju Maríu Ásmundsdóttur sem verður sýnd í Mengi við Óðinsgötu í dag, fimmtudag, frá kl. 12 til 18. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Internal Human er heiti myndbandsinnsetningar eftir dansarann Inês Zinho Pinheiro og tónskáldið Lilju Maríu Ásmundsdóttur sem verður sýnd í Mengi við Óðinsgötu í dag, fimmtudag, frá kl. 12 til 18. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Pinheiro og Lilja María hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan 2018. Síðastliðin tvö ár hafa þær skipst á myndböndum, hljóðbrotum og hugsunum tengdum innra lífi flytjandans. Úr hugmyndum þeirra varð til verkið Internal Human sem hefur þróast bæði sem myndbandsinnsetning og sem sviðsverk.

Verkið er innblásið af hljóðskúlptúr sem Lilja smíðaði árið 2020. Skúlptúrinn var hannaður út frá hugmyndum um hvers konar hreyfingar myndast náttúrulega þegar leikið er á strengina. Lilja spilar á skúlptúrinn á meðan Pinheiro yfirfærir hreyfingar hennar á mismunandi umhverfi sem hafa einhvers konar sjónræna tengingu við hönnun skúlptúrsins.