Árborg Við mjólkurbúið í hinum glæsilega nýja miðbæ á Selfossi.
Árborg Við mjólkurbúið í hinum glæsilega nýja miðbæ á Selfossi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samkvæmt ársreikningi Árborgar fyrir liðið ár nam rekstrarhalli A-hluta sveitarfélagsins, lögbundins rekstrar af skatttekjum, 2.145 milljónum króna, en áætlun hafði gert ráð fyrir 1.446 milljóna halla.

Samkvæmt ársreikningi Árborgar fyrir liðið ár nam rekstrarhalli A-hluta sveitarfélagsins, lögbundins rekstrar af skatttekjum, 2.145 milljónum króna, en áætlun hafði gert ráð fyrir 1.446 milljóna halla. Samantekinn halli á rekstri A- og B-hluta sveitarfélagsins nam 1.790 milljónum kr.

Sömuleiðis hafa skuldir hækkað mikið, en ástæður þess má rekja til fjárfrekra framkvæmda tengdum vexti sveitarfélagsins, uppreiknuðum lífeyrisskuldbindingum og fjármögnun rekstrar á lánum.

Fjármál Árborgar og önnur verkefni eru til umræðu í Kosningahlaðvarpi Dagmála í dag og sérstök umfjöllun um Árborg er í blaðinu. 28-29