„Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi en torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis...
„Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi en
torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð samþykkti einróma á fundi sínum í gær að torgið fengi heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg.