Pakkað saman Síðasti sýnatökudagurinn við Suðurlandsbraut var í gær.
Pakkað saman Síðasti sýnatökudagurinn við Suðurlandsbraut var í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýnatökur vegna kórónuveirufaraldursins í Reykjavík færast í dag frá Suðurlandsbraut 34 í höfuðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjóddinni. Eingöngu verður boðið upp á PCR-sýnatökur en hægt er að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum.

Sýnatökur vegna kórónuveirufaraldursins í Reykjavík færast í dag frá Suðurlandsbraut 34 í höfuðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjóddinni. Eingöngu verður boðið upp á PCR-sýnatökur en hægt er að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur verið með starfsemi á Suðurlandsbraut 34 frá því í ágúst 2020, snemma í heimsfaraldrinum. Aðstaðan í húsinu hefur bæði verið nýtt undir bólusetningar og sýnatökur.

Þótt verulega hafi dregið úr bólusetningum við kórónuveirunni eru þær áfram í boði fyrir þá sem þurfa.