— AFP/Supinsky
Rússar skutu sprengjum að Kænugarði í gær á meðan aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, heimsótti borgina. Sprengjurnar hæfðu tvö skotmörk, annað þeirra íbúðablokk, en að minnsta kosti tíu eru særðir.

Rússar skutu sprengjum að Kænugarði í gær á meðan aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, heimsótti borgina. Sprengjurnar hæfðu tvö skotmörk, annað þeirra íbúðablokk, en að minnsta kosti tíu eru særðir. Saviano Abreu, talsmaður Guterres, sagði að hópnum væri brugðið en þau væru í öruggu skjóli, án þess að segja hvar nákvæmlega.

„Þetta er stríðssvæði en það kom okkur í opna skjöldu hvað þetta gerðist nálægt okkur,“ sagði Abreu. Kænugarður hefur ekki orðið fyrir sprengjuárásum síðan um miðjan apríl.