„Það er bara stemning. Lagið heitir Hálfa milljón. Pródúserað af Þormóði, sem er geitin,“ sagði Árni Páll Árnason eða Herra Hnetusmjör í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar um sumarsmell hans og Emmsjé Gauta sem kom út á dögunum.

„Það er bara stemning. Lagið heitir Hálfa milljón. Pródúserað af Þormóði, sem er geitin,“ sagði Árni Páll Árnason eða Herra Hnetusmjör í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar um sumarsmell hans og Emmsjé Gauta sem kom út á dögunum.

Hann tók undir það að bæði hann og Emmsjé Gauti hefðu daðrað mikið við poppið í gegnum tíðina. Hann staðfesti þó að lagið Hálfa milljón væri hreinræktað rapp og vísaði því alfarið á bug að rappið væri dautt.

„Það er gaman að syngja en það er alltaf gaman að rappa líka. Ef rappið er dautt hvað er þá lifandi?“ spurði hann.

Hlustaðu á viðtalið við Herra Hnetusmjör á K100.is.