Eyjar Stjörnukonur fögnuðu að vonum vel í lok leiks gegn ÍBV.
Eyjar Stjörnukonur fögnuðu að vonum vel í lok leiks gegn ÍBV. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
KA/Þór og Stjarnan náðu í gærkvöld frumkvæði í einvígjunum tveimur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik. Stjarnan gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann þar ÍBV 28:22.

KA/Þór og Stjarnan náðu í gærkvöld frumkvæði í einvígjunum tveimur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik.

Stjarnan gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann þar ÍBV 28:22. Garðbæingar náðu sex marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks, 17:11, og héldu því að mestu í seinni hálfleiknum.

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna, Anna Karen Hansdóttir 7 og Helena Rut Örvarsdóttir 5 en Sunna Jónsdóttir var langatkvæðamest Eyjakvenna og skoraði 10 mörk.

Á Akureyri var KA/Þór lengst af undir gegn Haukum. Staðan var 16:15 í hálfleik og 27:26 fyrir Hauka rétt fyrir leikslok. KA skoraði hinsvegar fjögur síðustu mörkin og vann 30:27.

Unnur Ómarsdóttir skoraði 8 mörk fyrir KA/Þór, Rakel Sara Elvarsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir 5 hvor en Natasha Hammer var með 6 mörk fyrir Hauka.