Fossvogur Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, á fullri ferð gegn Keflvíkingum en hann skoraði fjórða mark liðsins með fallegu skoti.
Fossvogur Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, á fullri ferð gegn Keflvíkingum en hann skoraði fjórða mark liðsins með fallegu skoti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Víkings hristu af sér skellinn á Skaganum á dögunum með því að skora fjögur mörk í fyrri hálfleiknum gegn Keflvíkingum á Víkingsvellinum í gærkvöld.

Fótboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hristu af sér skellinn á Skaganum á dögunum með því að skora fjögur mörk í fyrri hálfleiknum gegn Keflvíkingum á Víkingsvellinum í gærkvöld. Þeir létu síðan þar við sitja en unnu afar öruggan sigur, 4:1.

Leikurinn tilheyrði tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem að öðru leyti fer fram seint í júnímánuði en þá eiga Víkingar að spila í forkeppni fyrir Meistaradeildina. Víkingur og Keflavík verða því með einum leik meira en hin liðin í deildinni fram að því.

Keflvíkingar eru stigalausir eftir þrjár umferðir þar sem þeir hafa mætt þeim þremur liðum sem spáð var efstu sætum deildarinnar.

Allir fjórir markaskorarar Víkings skoruðu sitt fyrsta mark á þessu tímabili.

* Nikolaj Hansen , markakóngur deildarinnar í fyrra með 16 mörk, skoraði mark númer tvö en hann var ekki í byrjunarliði Víkinga í fyrstu tveimur leikjunum.

* Birnir Snær Ingason kom líka inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn og skoraði þriðja mark Víkings. Hann hefur þar með skorað fyrir fjögur félög í efstu deild. Hin eru Fjölnir, Valur og HK.

* Kristall Máni Ingason og Júlíus Magnússon skoruðu fyrsta og fjórða markið.

* Adam Árni Róbertsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann kom Keflavík á blað með marki í uppbótartíma leiksins.

* Rúnar Gissurarson , 35 ára varamarkvörður Keflavíkur, kom inn á eftir aðeins 18 mínútna leik þegar Sindri Kristinn Ólafsson meiddist og lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Rúnar átti ekki einu sinni leik í 1. deild að baki á ferlinum en nálægt 150 leikjum í neðri deildunum þar sem hann lék lengst með Reyni í Sandgerði.

VÍKINGUR – KEFLAVÍK 4:1

1:0 Kristall Máni Ingason 10.

2:0 Nikolaj Hansen 25.

3:0 Birnir Snær Ingason 39.

4:0 Júlíus Magnússon 45.

4:1 Adam Árni Róbertsson 90.

MM

Kristall Máni Ingason (Víkingi)

M

Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)

Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)

Júlíus Magnússon (Víkingi)

Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)

Birnir Snær Ingason (Víkingi)

Nikolaj Hansen (Víkingi)

Adam Árni Róbertsson (Keflavík)

Dómari : Elías Ingi Árnason – 7.

Áhorfendur : Um 1.000.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikinn – sjá mbl.is/sport/fotbolti.