Ísraelska fjártæknifélagið Rapyd hefur greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala, eða um 1,3 milljarða króna, í viðbótargreiðslu fyrir kaup Rapyd á Valitor.
Ísraelska fjártæknifélagið Rapyd hefur greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala, eða um 1,3 milljarða króna, í viðbótargreiðslu fyrir kaup Rapyd á Valitor. Upphaflega var samið um 100 milljóna dala greiðslu fyrir Valitor, en kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Það samþykki liggur ekki enn fyrir.