[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Ralf Rangnick , núverandi knattspyrnustjóri Manchester United, verður næsti landsliðsþjálfari Austurríkis. Frá þessu greindi The Athletic í gær og sagði að ráðningin yrði formlega tilkynnt á næstu sólarhringum.

* Ralf Rangnick , núverandi knattspyrnustjóri Manchester United, verður næsti landsliðsþjálfari Austurríkis. Frá þessu greindi The Athletic í gær og sagði að ráðningin yrði formlega tilkynnt á næstu sólarhringum. Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða í vetur, verður áfram í ráðgjafahlutverki hjá Manchester United til ársins 2024 eins og ráð var fyrir gert.

*Víkingar höfðu betur gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi í hlutkesti hjá UEFA í gær um hvort félagið yrði á heimavelli í fjögurra liða umspilinu um sæti í undankeppni Meistaradeildar karla í fótbolta. Þann 7. júní verður dregið um hvaða lið mætast hér á landi 21. júní en auk þessara tveggja verða það meistaralið Andorra og San Marínó. Sigurliðin tvö þann dag leika síðan úrslitaleik 24. júní um sæti í undankeppninni en hin þrjú liðin fara í Sambandsdeild Evrópu, sömu keppni og Breiðablik og KR verða í. Fjögur lið geta enn unnið meistaratitilinn í Andorra í vor og í San Marínó eru tólf lið að hefja útsláttarkeppni um titilinn.

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur lék fyrsta hringinn á Women NSW-golfmótinu í Ástralíu í fyrrinótt á 75 höggum, þremur yfir pari vallarins. Hún deildi 58. sætinu með fleiri kylfingum eftir hringinn en mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

* Saga Sif Gísladóttir, handknattleiksmarkvörður úr Val, skýrði frá því á Instagram í gær að hún væri barnshafandi. Hún verður því ekki með Hlíðarendaliðinu í úrslitakeppninni í vor en þar bíða Valskonur þess hvort þær mæti KA/Þór eða Haukum í undanúrslitum. Sambýlismaður Sögu er Breki Dagsson , leikmaður Fram.