Mark Cristiano Ronaldo jafnar fyrir Manchester United gegn Chelsea.
Mark Cristiano Ronaldo jafnar fyrir Manchester United gegn Chelsea. — AFP/Lindsey Parnaby
Manchester United og Chelsea skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í gærkvöld. Staða þeirra breyttist lítið við þessi úrslit en Chelsea er áfram í þriðja sætinu og United í því sjötta.

Manchester United og Chelsea skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í gærkvöld.

Staða þeirra breyttist lítið við þessi úrslit en Chelsea er áfram í þriðja sætinu og United í því sjötta. Vonir United um að ná fjórða sætinu og komast í Meistaradeildina eru nú nánast að engu orðnar.

Chelsea komst yfir á 60. mínútu þegar Reece James sendi boltann fyrir mark United frá hægri, Kai Havertz skallaði áfram og Marcos Alonso skoraði með glæsilegu, viðstöðulausu skoti.

Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Cristiano Ronaldo fyrir United þegar hann fékk sendingu frá Nemanja Matic inn í vítateiginn og skoraði með föstu skoti, 1:1.

Reece James var nærri því að tryggja Chelsea sigur þegar hann átti hörkuskot í stöng.