Ein vinsælasta gamanmynd Íslandssögunnar, Sódóma Reykjavík eftir leikstjórann Óskar Jónasson, verður sýnd í kvöld í Bíó Paradís í nýju stafrænu formi að viðstöddum leikurum, leikstjóra og öðrum sem komu að gerð hennar. Sýningin hefst kl.

Ein vinsælasta gamanmynd Íslandssögunnar, Sódóma Reykjavík eftir leikstjórann Óskar Jónasson, verður sýnd í kvöld í Bíó Paradís í nýju stafrænu formi að viðstöddum leikurum, leikstjóra og öðrum sem komu að gerð hennar. Sýningin hefst kl. 19 og verður það sannkölluð föstudagspartísýning og hátíðarfrumsýning á myndinni í hinni nýju útgáfu. Myndin fer svo í reglulegar partísýningar að hátíðarfrumsýningu lokinni.

Sódóma Reykjavík segir af Axel, sem Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur, sem lendir í ægilegum vandræðum eftir að sjónvarpsfjarstýring týnist. Með önnur helstu hlutverk fara Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Sigurjón Kjartansson, Sóley Elíasdóttir og Margrét Gústafsdóttir.