Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem fram fer þessa dagana í Bankanum – Vinnustofu á Selfossi í Árborg. Símon Þórhallsson (2.252) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni (2.542) . 35. Hg1+?
Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem fram fer þessa dagana í Bankanum – Vinnustofu á Selfossi í Árborg. Símon Þórhallsson (2.252) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni (2.542) . 35. Hg1+? hvítur hefði haft unnið tafl eftir 35. Hfh4! þar eð þá hótar hann máti í tveim ásamt því að hafa augastað á a3-peði svarts. Sem dæmi er svarta staðan töpuð eftir 35.... Kf8 36. Dxa3+ Hc5 37. Kb1!. Eftir textaleikinn tapar hvítur tíma ásamt því að enginn hrókur er lengur á h-línunni til að skáka upp í borði í vissum stöðum. 35.... Kf8 36. Hxf6?! Dxf6 37. Dxa3+ Ke8 38. Hg8+ Kd7 39. Da7+? Kd6 40. e5+ Dxe5 41. Da3+ Hc5 42. Da6+ Rc6 43. Hxb8 Dxc3+ og svartur innbyrti vinninginn um síðir. Lokaumferð mótsins hefst í dag kl. 13.00 en nánari upplýsingar um gang mála má finna á skak.is.