Sigling Leiðsögumaðurinn Christian fræðir ferðafólk í upphafi ferðar. Húsavík er með réttu oft nefnd höfuðborg heimsins í hvalaskoðun.
Sigling Leiðsögumaðurinn Christian fræðir ferðafólk í upphafi ferðar. Húsavík er með réttu oft nefnd höfuðborg heimsins í hvalaskoðun. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
„Vorið liggur í loftinu, ljósátan er í sjónum sem er fullur af æti og lífríkið verður blómlegra með hverjum degi,“ segir Christian Schmidt, leiðsögumaður hjá Norðursiglingu á Húsavík.

„Vorið liggur í loftinu, ljósátan er í sjónum sem er fullur af æti og lífríkið verður blómlegra með hverjum degi,“ segir Christian Schmidt, leiðsögumaður hjá Norðursiglingu á Húsavík. Þar er tímabil hvalaskoðunar gengið í garð og iðandi líf er í Skjálfandaflóa. Norðursigling hefur að undanförnu gert út tvær til þrjár skoðunarferðir á dag og í þær eru notaðir bátarnir Náttfari og Bjössi Sör . Ferðum þessum verður svo fjölgað strax í næstu viku, þegar maímánuður gengur í garð. „Við höfum séð talsvert af hval í ferðum síðustu daga,“ segir Schmidt. „Hnúfubakurinn var við Lundey en hrefnurnar út við Kinnarfjöll. Hvölunum fjölgar raunar mjög þegar er komið fram á þennan tíma. Yfirleitt eru skoðunarferðirnar um þrjár klukkustundir og til viðbótar við hvalina hafa farþegar okkar náð að sjá einstakt fuglalíf.“

Christian Schmidt er frá Þýskalandi og hefur starfað við leiðsögn hjá Norðursiglingu frá árinu 2009. Er hér á landi æ stærri hluta úr árinu, eða allt að níu mánuði. „Ferðamenn flykkjast nú til landsins og í ferðum síðustu daga hefur verið fólk frá til dæmis Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi og auðvitað mörgum fleiri löndum.“ sbs@mbl.is