Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
Óðinn Viðskiptablaðsins gerir bankasölumál að umfjöllunarefni í pistli í vikunni og finnur að því að Kristrún Frostadóttir hafi ekki sett gagnrýni sína fram fyrir útboðið á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í stað þess að gagnrýna bara að útboði loknu.

Óðinn Viðskiptablaðsins gerir bankasölumál að umfjöllunarefni í pistli í vikunni og finnur að því að Kristrún Frostadóttir hafi ekki sett gagnrýni sína fram fyrir útboðið á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í stað þess að gagnrýna bara að útboði loknu.

Óðinn bendir á að aðrir þingmenn hafi stigið fram og viðurkennt að hafa ekki vitað út á hvað sú leið sem farin var gekk eða spurt spurninga þar að lútandi.

Og hann segir að Kristrún geti ekki borið við fákunnáttu og skilningsleysi, hún hafi verið „aðalhagfræðingur Kviku banka. Vegna kunnáttu sinnar, að sögn, fékk hún áskriftarréttindi í bankanum fyrir um 3 milljónir sem urðu á fáeinum árum að 100 milljónum króna. Þessu virtist Kristrún reyna að leyna fyrir kosningar í haust og líklega situr Samfylkingin ekki í ríkisstjórn vegna þess. Þessi stjarnfræðilega upphæð sýnir að þarna hlýtur að vera á ferðinni einkar hæfur hagfræðingur.“

Í pistlinum er sýnt að salan á Íslandsbanka nú var mun dýrari en í fyrri einkavæðingum, bæði á bönkum og síma, og Óðinn undrast að Kristrún hafi ekki spurt út í þennan kostnað og spyr svo: „Var það virkilega þannig að ekki nokkur einasti maður hafi velt fyrir sér hvað einkavæðingar í fortíðinni kostuðu? Hvernig getur kostað miklu meira að selja Íslandsbanka en kostaði að selja Símann, Landsbankann, Búnaðarbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins?“

Þetta eru áleitnar spurningar.