Brasilíska knattspyrnukonan Ana Paula Santos Silva sló í gegn í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld en þá skoraði hún þrennu í 4:0-sigri Keflvíkinga gegn KR-ingum í Vesturbænum.

Brasilíska knattspyrnukonan Ana Paula Santos Silva sló í gegn í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld en þá skoraði hún þrennu í 4:0-sigri Keflvíkinga gegn KR-ingum í Vesturbænum. Hún er fyrir vikið valin besti leikmaður fyrstu umferðar Bestu deildar kvenna hjá Morgunblaðinu.

Þær Ana Paula, Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir og Selfyssingurinn Brenna Lovera fengu allar tvö M fyrir frammistöðu sína í fyrstu umferðinni og þær eru í fyrsta úrvalsliði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu, ásamt átta öðrum, sem sjá má hér fyrir ofan. Breiðablik á flesta leikmenn í þessu fyrsta liði, þrjá talsins.