Treystið varlega verktaka sem kveðst „geta hafst handa“ bráðlega. Hann hefur strax villst á verkfærum, gripið til sagnarinnar að hafa , þ.e.a.s. hafast (hafðist, o.s.frv.; heppnast , takast ). Sú rétta var að hefja , þ.e.a.s. hefjast .
Treystið varlega verktaka sem kveðst „geta hafst handa“ bráðlega. Hann hefur strax villst á verkfærum, gripið til sagnarinnar að hafa , þ.e.a.s. hafast (hafðist, o.s.frv.; heppnast , takast ). Sú rétta var að hefja , þ.e.a.s. hefjast . Að hefjast handa er að byrja verk , taka til starfa. Hann gat hafist handa fljótlega.