Viðreisn Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek í gær en þau skipa efstu þrjú sætin á lista flokksins.
Viðreisn Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek í gær en þau skipa efstu þrjú sætin á lista flokksins. — Morgunblaðið/Eggert
Viðreisn stefnir að því að frítt verði fyrir 5 ára gömul börn í leikskólum í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð en Viðreisn kynnti í gær áherslur sínar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Viðreisn stefnir að því að frítt verði fyrir 5 ára gömul börn í leikskólum í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð en Viðreisn kynnti í gær áherslur sínar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Einnig vill Viðreisn að frítt verði í alla grunnskóla óháð rekstrarformi. Þar með hafi foreldrar aukið val um skóla óháð efnahag.

Viðreisn stefnir að því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði enda sé Reykjavík í samkeppni við önnur sveitarfélög. Álagningarhlutfallið hafi farið úr 1,65% í 1,60% á kjörtímabilinu sem senn er á enda og á því næsta eigi það að lækka frekar eða í 1,55%.

Viðreisn styður lagningu Sundabrautar og telur að eðlilegt sé að fjármagna hana með beinni gjaldtöku.

Til að fjármagna kosningaloforðin segir m.a. í kynningu flokksins að hagræðing í rekstri geti sparað 500-1.000 milljónir á ári.

Nánar má lesa um stefnuskrá Viðreisnar í Reykjavík á vidreisn.is og í frétt á mbl.is.