Sjóeldi Stærstu löxunum verður slátrað til sölu á markaði.
Sjóeldi Stærstu löxunum verður slátrað til sölu á markaði. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ice Fish Farm hefur ákveðið að slátra öllum laxi úr sjóeldi sínu á Sigmundarhúsum í Reyðarfirði. ISA-veiran, sem getur valdið blóðþorra, hefur greinst í einu sýni úr kví á því svæði.

Ice Fish Farm hefur ákveðið að slátra öllum laxi úr sjóeldi sínu á Sigmundarhúsum í Reyðarfirði. ISA-veiran, sem getur valdið blóðþorra, hefur greinst í einu sýni úr kví á því svæði. Hins vegar virðist sjúkdómurinn ekki hafa komið upp því fiskurinn er vel haldinn og ekki sér á honum.

Í kvíunum á Sigmundarhúsum eru um milljón seiði sem sett voru út í haust. Hluti laxins er orðinn 1-2 kíló að þyngd en megnið er um 400 grömm. Búast má við að 500 tonn komi upp úr kvíunum.

Er þetta í annað sinn í vetur sem ISA-veiran greinist í Reyðarfirði. Í nóvember fór á bera á veikindum í laxi á Gripalda, og var ákveðið að slátra öllum laxi í varúðarskyni. Síðan hefur lax í öðrum kvíum verið vaktaður sérstaklega. 6