Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gagnrýndi stjórnarandstöðuna á Alþingi í gær og sagði að það eina sem stæði í vegi fyrir framfaramálum væri málþóf stjórnarandstöðunnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gagnrýndi stjórnarandstöðuna á Alþingi í gær og sagði að það eina sem stæði í vegi fyrir framfaramálum væri málþóf stjórnarandstöðunnar. Þar skaut hann að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Guðlaugur tók sérstaklega fyrir ræður Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata:

„Þetta er nú ekki búið að vera hans dagur, svo mikið er víst, en hann toppaði sig hins vegar alveg í sinni ræðu en það er ekki tími til að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar fóru fram. Reyndar er það svo að háttvirtur þingmaður sýnir hér í hverri ræðu á fætur annarri mikla heift og hatur og það væri nú gott ef hægt væri að virkja það í þágu orkuskiptanna og það myndi auðvelda verkefnið mjög.“