Aðdáandi Hammans. V-Enginn Norður &spade;K875 &heart;94 ⋄5 &klubs;DG9632 Vestur Austur &spade;Á9 &spade;DG4 &heart;762 &heart;D10853 ⋄KG8764 ⋄D10 &klubs;105 &klubs;K84 Suður &spade;10632 &heart;ÁKG ⋄Á932 &klubs;Á7 Suður spilar 3G.

Aðdáandi Hammans. V-Enginn

Norður
K875
94
5
DG9632

Vestur Austur
Á9 DG4
762 D10853
KG8764 D10
105 K84

Suður
10632
ÁKG
Á932
Á7

Suður spilar 3G.

„Í veröld keppnisspilara er sögnin 2G stundum notuð sem afmelding eða Lebensohl. Eitthvað sem fáir skilja eða muna þegar til á að taka,“ skrifar Sigurpáll Ingibergsson í formála að þessu spili Hrossakjötsmótsins.

Það má vinna 4 í NS, en sá samningur var ekki mikið reyndur. Flestir voru í bút eða jafnvel 3G, eins og einn ónefndur aðdáandi Bobs Hammans. Á einu borði vakti suður á grandi í fjórðu hendi og vestur kom inn á 2. Norður sá sér leik á borði að enda sagnir í laufbút og sagði 2G, sem samkvæmt kerfi er Lebensohl-beiðni um 3. En suður var ekki viss og þekkti auk þess lögmál Hammans um að segja alltaf 3G í vafa. Hann gerði það og fékk út tígul. Dúkkaði drottningu og tíu, tók þriðja slaginn á Á, fríaði laufið og komst loks inn í borð á K til að taka fríslagina. Slétt staðið og 90% skor.