Pappírskjóll Fyrirsætur, leikarar og dansarar tóku þátt í gjörningnum.
Pappírskjóll Fyrirsætur, leikarar og dansarar tóku þátt í gjörningnum. — Ljósmyndir/Antoine Méra
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meðal viðburða á HönnunarMars um helgina var tískugjörningur Atelier Helgu Björnsson í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Meðal viðburða á HönnunarMars um helgina var tískugjörningur Atelier Helgu Björnsson í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Sýndir voru silkikjólar eftir fatahönnuðinn og tískuteiknarann Helgu Björnsson og kjólar úr Svansvottuðum pappír frá Odda sem Helga gerði upp úr skissum í samvinnu við Tinnu Magg og Elsu Maríu Blöndal. Aðstoðarstílisti var Agnieszka Baranowska.

Helga hefur verið búsett í París til fjölda ára en þar vann hún í þrjá áratugi sem fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hefur hönnun hennar oft verið lofuð fyrir leikrænan og lifandi stíl og prýddu litskrúðugar og mynstraðar flíkur hennar oft tískupalla Parísarborgar. Helga hefur einnig hannað fatnað og fylgihluti fyrir ýmis fyrirtæki, íslensk og erlend, og búninga fyrir ýmis leikhúsverk.