Holtagarðar Salka Sól söngkona er búin að kjósa utan kjörfundar.
Holtagarðar Salka Sól söngkona er búin að kjósa utan kjörfundar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alls hafa 10.013 manns greitt atkvæði utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram núna á laugardaginn. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 6.576 atkvæði verið greidd.

Alls hafa 10.013 manns greitt atkvæði utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram núna á laugardaginn. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 6.576 atkvæði verið greidd.

Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið.

Alls höfðu 4.608 manns kosið á sama tíma í sveitarstjórnarkosningunum á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. Þannig hafa um 30% fleiri kosið núna.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigríður að talsverð umferð hefði verið á kjörstað í gær, meiri en um helgina. Bjóst hún við að við lok dags hefðu í kringum 7.000 manns greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir rúmri viku greindi Morgunblaðið frá því að samtals 1.839 hefðu greitt atkvæði hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en 2.537 á landinu öllu. Því hafa alls um 7.500 manns kosið síðustu vikuna.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu er í Holtagörðum á 2. hæð. Opið er frá 10-22 alla vikuna, en 9-17 á kjördag. Frekari upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má nálgast hjá sýslumönnum um land allt.