Verðlaun voru afhent um helgina í Bíó Paradís í árlegri samkeppni um stuttmyndir sem kennd er við leikstjórann Sólveigu Anspach (1960-2015).
Verðlaun voru afhent um helgina í Bíó Paradís í árlegri samkeppni um stuttmyndir sem kennd er við leikstjórann Sólveigu Anspach (1960-2015). Þetta var í fimmta skipti sem keppnin er haldin og eru veitt tvenn verðlaun fyrir stuttmyndir eftir konur, myndir á íslensku og frönsku. Dómnefnd valdi annars vegar íslensku stuttmyndina „Ég er bara að ljúga er það ekki“ eftir Önnulísu Hermannsdóttur og býður sendiráð Frakklands henni í júní á kvikmyndahátíðina Côté Court. Þá var besta stuttmyndin á frönsku valin „Y'a pas d'heure pour les femmes“ eftir kanadíska leikstjórann Sörru El Abed.