Samstarfsmenn Nick Cave og Warren Ellis við slaghörpuna í senu í kvikmyndinni.
Samstarfsmenn Nick Cave og Warren Ellis við slaghörpuna í senu í kvikmyndinni. — Ljósmynd/Charlie Gray
Heimildarkvikmyndin This much I know to be true , sem fjallar um samstarf áströlsku tónlistarmannanna Nicks Caves og Warrens Ellis og flutning þeirra á lögum af plötunum Ghosteen og Carnage , verður frumsýnd víða um lönd á morgun, 11.

Heimildarkvikmyndin This much I know to be true , sem fjallar um samstarf áströlsku tónlistarmannanna Nicks Caves og Warrens Ellis og flutning þeirra á lögum af plötunum Ghosteen og Carnage , verður frumsýnd víða um lönd á morgun, 11. maí, og þar á meðal í Bíó Paradís. Aðeins verða nokkrar sýningar á myndinni.

Kvikmyndin er verk leikstjórans Andrews Dominiks sem áður gerði með Nick Cave kvikmyndina One more time with feeling (2016) sem fjallar um líf hans og verk í skugga fráfalls ungs sonar hans.

This much I know to be true fjallar um listrænt sköpunarsamstarf Caves og Ellis og var kvikmynduð vorið 2021 þegar þeir undirbjugu tónleikaferð og unnu að því að móta flutning laganna af plötunum tveimur með strengjasveit og bakraddasöngvurum. Í kvikmyndinni kemur líka við sögu gamall vinur þeirra, söngkonan Marianne Faithfull.