Hlíðarendi Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur reynri að stöðva Ídu Marín Hermannsdóttur sem skoraði annað mark Vals í gærkvöld.
Hlíðarendi Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur reynri að stöðva Ídu Marín Hermannsdóttur sem skoraði annað mark Vals í gærkvöld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Besta deildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Selfosskonur eru einar á toppi Bestu deildar kvenna eftir þrjár umferðir þrátt fyrir að þær yrðu að sætta sig við jafntefli, 1:1, í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Þrótti í gærkvöld.

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Selfosskonur eru einar á toppi Bestu deildar kvenna eftir þrjár umferðir þrátt fyrir að þær yrðu að sætta sig við jafntefli, 1:1, í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Þrótti í gærkvöld. Mikil stemning var á Selfossi fyrir leiknum og um 700 áhorfendur mættir í stúkuna.

* Andrea Rut Bjarnadóttir sló þó örlítið á stemninguna þegar hún kom Þrótti yfir eftir aðeins 65 sekúndur.

* Brenna Lovera skoraði jöfnunarmark Selfoss á 66. mínútu. Hennar fjórða mark í fyrstu þremur umferðunum og Brenna heldur uppteknum hætti frá því í fyrra þegar hún varð markahæst í deildinni.

* Sif Atladóttir lék sinn fyrsta heimaleik með Selfossi og um leið sinn 100. leik í úrvalsdeildinni hér á landi. Hún lék með Val, KR og FH í deildinni frá 2000 til 2009 áður en hún fór í atvinnumennsku. Sif hefur samtals leikið 328 deildaleiki á löngum ferli.

Héldu hreinu í 414 mínútur

Valur stöðvaði Keflvíkinga með öruggum sigri á Hlíðarenda, 3:0, og Keflavíkurliðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig sín fyrstu mörk.

Meira en það því Keflavík hafði ekki fengið á sig mark í deildinni síðan á 3. mínútu í næstsíðustu umferð 2021, einmitt gegn Val. Liðið hafði haldið hreinu í þremur heilum leikjum í millitíðinni.

Samtals liðu 414 leikmínútur frá því Ída Marín Hermannsdóttir skoraði gegn Keflavík í byrjun september og þar til Elísa Viðarsdóttir braut ísinn fyrir Val á 57. mínútu í gærkvöld.

*Ída Marín og Elín Metta Jensen bættu við mörkum á næstu þrettán mínútum og gerðu út um leikinn.

Brooklelyn Ertz og Mariana Speckmaier, nýju bandarísku leikmennirnir hjá Val, fóru beint í byrjunarliðið. Hjá Mariönu var um stutt gaman að ræða, hún fór meidd af velli á 20. mínútu og Elín Metta kom í hennar stað.

Melina þakkaði traustið

Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik, 3:0 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli, og Blikar eru því eitt fjögurra liða sem eru komin með sex stig.

Stjarnan vann Breiðablik 3:0 í Lengjubikarnum í vor og margir hafa spáð því að Garðabæjarliðið veiti Val og Breiðablik keppni á þessu tímabili. Miðað við þennan leik eiga Stjörnukonur enn dálítið í land til þess.

*Ástralski framherjinn Melina Ayres var í fyrsta sinn í byrjunarliði Blika og þakkaði fyrir sig með því að skora fyrsta mark leiksins, og sitt fyrsta hér á landi, á 41. mínútu.

* Birta Georgsdóttir bætti við laglegu einstaklingsmarki á 51. mínútu og Ayres skoraði sitt annað mark og þriðja mark Breiðabliks úr vítaspyrnu.

* Hildur Antonsdóttir , miðjumaður Breiðabliks, lék sinn 150. leik í deildinni í gærkvöld.

Fyrsti sigur ÍBV, erfitt hjá KR

ÍBV innbyrti fyrsta sigurinn af talsverðu öryggi gegn KR í Vesturbænum, 2:0. Þriðja tap KR-inga í jafnmörgum leikjum, markatalan 1:11, og brekkan verður þyngri með hverjum leik hjá nýliðunum.

Fyrir mót þótti líklegast að ÍBV og Keflavík yrðu í fallbaráttunni með KR og Aftureldingu en nýju liðin tvö virðast ætla að lenda strax í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. KR mætir Breiðabliki og Val í næstu leikjum þannig að útlit fyrir stig á næstunni er ekkert sérstakt.

*Lettneska landsliðskonan Viktorija Zaicikova skoraði fyrra markið. Hennar fyrsta í ár en hún var ein þriggja sem skoruðu sjö mörk fyrir ÍBV í deildinni í fyrra.

* Kristín Erna Sigurlásdóttir innsiglaði sigurinn með sínu fyrsta marki eftir endurkomuna til Eyja en 43 af 46 mörkum hennar í efstu deild hafa verið fyrir ÍBV.

SELFOSS – ÞRÓTTUR R. 1:1

0:1 Andrea Rut Bjarnadóttir 2.

1:1 Brenna Lovera 66.

M

Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi)

Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)

Katla María Þórðardóttir (Selfossi)

Magdalena Anna Reimus (Selfossi)

Brenna Lovera (Selfossi)

Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti)

Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti)

Danielle Marcano (Þrótti)

Murphy Agnew (Þrótti)

Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þrótti)

Dómari : Ásmundur Þór Sveinsson – 8.

Áhorfendur : 685.

VALUR – KEFLAVÍK 3:0

1:0 Elísa Viðarsdóttir 57.

2:0 Ída Marín Hermannsdóttir 62.

3:0 Elín Metta Jensen 70.

MM

Elísa Viðarsdóttir (Val)

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Val)

M

Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val)

Brookelynn Ertz (Val)

Mist Edvardsdóttir (Val)

Ída Marín Hermannsdóttir (Val)

Elín Metta Jensen (Val)

Samantha Leshnak (Keflavík)

Dómari : Jóhann Atli Hafliðason – 8.

Áhorfendur : Um 200.

BREIÐABLIK – STJARNAN 3:0

1:0 Melina Ayres 41.

2:0 Birta Georgsdóttir 51.

3:0 Melina Ayres 64.(v)

M

Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki)

Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)

Clara Sigurðardóttir (Breiðabliki)

Birta Georgsdóttir (Breiðabliki)

Melina Ayres (Breiðabliki)

Karítas Tómasdóttir (Breiðabliki)

Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)

Betsy Doon Hassett (Stjörnunni)

Dómari : Kristinn Friðrik Hrafnsson – 8.

Áhorfendur : 386.

KR – ÍBV 0:2

0:1 Viktorija Zaicikova 42.

0:2 Kristín Erna Sigurlásdóttir 73.

M

Rebekka Sverrisdóttir (KR)

Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)

Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)

Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)

Ameera Hussen (ÍBV)

Olga Sevcova (ÍBV)

Viktorija Zaicikova (ÍBV)

Haley Thomas (ÍBV)

Kristín Erna Sigurlásdóttir (IBV)

Dómari : Helgi Ólafsson – 8.

Áhorfendur : 70.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.